Ráðgert var að Heima­ey VE 1, skip Ísfé­lags­ins, héldi í gær­kvöldi frá Eskif­irði til loðnu­leit­ar, en rúm­ur ára­tug­ur er síðan farið var í leit að loðnu í des­em­ber. Ráðgert er að leiðang­ur­inn standi í um viku­tíma, en veður­spá er ekki góð fyr­ir næstu daga. Verk­efnið er unnið í sam­vinnu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og út­gerða upp­sjáv­ar­skipa, þessu er greint frá í Morgunblaðinu í dag.

Heima­ey fer norðaust­ur frá Eskif­irði og síðan í vest­ur eft­ir fyr­ir­fram ákveðinni leið með land­grunnskant­in­um á þekktri göngu­slóð loðnunn­ar. Með þess­ari vökt­un er reynt að tryggja að ekk­ert af loðnu fari fram­hjá án þess að menn hafi upp­lýs­ing­ar um það. Rann­sókna­skip­in Bjarni Sæ­munds­son og Árni Friðriks­son fara síðan í hefðbund­inn loðnu­leiðang­ur eft­ir ára­mót og vænt­an­lega einnig skip frá út­gerðinni, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.