ÍBV tekur á móti liði Gróttu í 16-liða úrslitum CocaCola bikarkeppni karla í kvöld og hefst leikurinn klukkan 18:30. Strákarnir sem eru ríkjandi bikarmeistarar hafa unnið síðustu tvo leiki eftir erfiða byrjun í deildinni.