Rúnar Gauti keppir fyrir Ísland á heimsmeistaramóti í pílukasti

Rúnar Gauti Gunnarsson – Mynd: Betsý Ágústsdóttir

Heimsmeistaramóti ungmenna í pílukasti fer fram um helgina. Ísland á að sjálfsögðu sína fulltrúa þar. Einn þeirra er Eyjamaðurinn Rúnar Gauti Gunnarsson.

Mótið fer fram í Bristol á Englandi dagana 14.-16. desember og etja þar kappi pílukastarar allstaðar af úr heiminum á aldrinum 10 til 17 ára. Útsláttar fyrirkomulag er á mótinuþar sem sá er oftar hefur betur í sjö lotum heldur áfram í næstu umferð. Svona gengur þetta þar til tveir standa eftir og mætast í úrslita viðureign á sunnudaginn.

Hægt er að fylgjast með fréttum af mótinu á vefsíðu JDC (Junior Darts Corporation) sem og á Facebook síðu þeirra.

Gangi þér vel Rúnar Gauti, áfram Ísland!