Felix Örn Friðriksson flyst heim nú í lok árs frá Danmörku og mun að óbreyttu snúa aftur í lið ÍBV fyrr en áætlað var. Þessi 19 ára gamli knattspyrnumaður var lánaður frá ÍBV til Vejle í dönsku úrvalsdeildinni síðasta sumar, og gilti lánssamningurinn út júní á næsta ári, en Felix fékk nánast engin tækifæri til að spila fyrir liðið, kom við sögu í einum leik í deildinni í haust, og er því á heimleið, þessi greinir morgunblaðið frá í dag.