Grímur kokkur með sjávarútvegserindi í Setrinu

Þriðjudaginn 18. desember hélt Grímur Gíslason sem jafnan er kallaður Grímur kokkur, sjávarútvegserindi í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. 20 manns mættu á erindi Gríms. Erindið er hluti af mánaðarlegum erindum um sjávarútveg sem Þekkingarsetur Vestmannaeyja heldur fyrir aðila í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum. Erindið er það áttunda í röðinni á þessu ári í þessum málaflokki. Grímur fór yfir víðan völl í erindi sínu […]
Hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi hækka um 80.000 kr.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð um hækkun á greiðslum til foreldra í fæðingarorlofi frá 1. janúar 2019. Óskertar greiðslur hækka úr 520.000 kr. í 600.000 kr. á mánuði. Ásmundur Einar segir þessa hækkun mikilvæga og sýna í verki áherslur stjórnvalda á að efla stuðning við börn og barnafjölskyldur. (meira…)
Ekki loðna fyrir norðaustan land

Samráðshópur Hafrannsóknastofnunar og útgerða uppsjávarskipa hittist á fundi í vikulokin þar sem m.a. verður rætt um framhald loðnumælinga í janúar, greinir mbl.is frá. Heimaey VE lauk sínum leiðangri á sunnudag, en ekki varð vart við loðnu fyrir norðaustan land, en í vikulöngum túr í samvinnu Hafrannsóknastofnunar og útgerða uppsjávarskipa var áhersla lögð á að kanna […]
Kosmos & Kaos mun gera nýja heimasíðu Herjólfs

Í byrjun desember var samið við Kosmos & Kaos um að hanna nýja heimasíðu fyrir Herjólf ohf. Guðbjartur Ellertsson framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. sagði í samtali við Eyjafréttir að það hefði verið leitað til 4 fyrirtækja og óskað eftir tilboðum í ákveðna tilgreinda þætti í vefumhverfi fyrir hið nýstofnaða félag, „þar á meðal hönnun, ráðgjöf, heimasíðu og bókunarvél. […]
18. desember – Arna Huld Sigurðardóttir

Núna á aðventunni bryddar Landakirkja upp á þeirri nýbreyttni að vera með jóladagatal sem ber heitið Þakkarorð á jólum. Í stuttum myndbandsinnslögum munu Vestmannaeyingar tala frá eigin brjósti um þakklæti í tengslum við aðventuna, jólin og jólaboðskapinn og verður afrkasturinn, eitt innslag á dag. (meira…)