Sam­ráðshóp­ur Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og út­gerða upp­sjáv­ar­skipa hitt­ist á fundi í viku­lok­in þar sem m.a. verður rætt um fram­hald loðnu­mæl­inga í janú­ar, greinir mbl.is frá.

Heima­ey VE lauk sín­um leiðangri á sunnu­dag, en ekki varð vart við loðnu fyr­ir norðaust­an land, en í viku­löng­um túr í sam­vinnu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og út­gerða upp­sjáv­ar­skipa var áhersla lögð á að kanna svæðið aust­an við Kol­beins­eyj­ar­hrygg. Að því loknu var var farið vest­ur með land­grunnskant­in­um, en síðan í haust hafa fregn­ir borist af loðnu á Vest­fjarðamiðum. Í um­fjöll­un um leiðang­ur­inn í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Þor­steinn Sig­urðsson, sviðsstjóri upp­sjáv­ar­sviðs hjá Haf­rann­sókna­stofn­un, að það sé hefðbundið að loðna sé á því svæði á þess­um árs­tíma. Þarna hafi verið eldri og yngri loðna í bland og verið sé að vinna úr gögn­um.