Í byrjun desember var samið við Kosmos & Kaos  um að hanna nýja heimasíðu fyrir Herjólf ohf. Guðbjartur Ellertsson framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. sagði í samtali við Eyjafréttir að það hefði verið leitað til 4 fyrirtækja og óskað eftir tilboðum í ákveðna tilgreinda þætti í vefumhverfi fyrir hið nýstofnaða félag, „þar á meðal hönnun, ráðgjöf, heimasíðu og bókunarvél. Þrjú fyrirtæki skiluðu inn hugmyndum og verðum í ákveðna verkþætti. Það voru fyrirtækin SmartMedia, Kosmos & Kaos og Vettvangur. Fyrirtækin fylgdu tilboðum sínum eftir með kynningu. Eftir að hafa vegið og metið hugmyndir, hönnun og aðra þætti var ákveðið að ganga til samninga við Kosmos & Kaos,“ sagði Guðbjartur