Íþróttafélagið Ægir 30 ára

Íþróttafélagið Ægir var stofnað 12. Desember árið 1988. Ólöf A. Elíasdóttir íþróttakennari og Ólöf M. Magnúsdóttur höfðu fundið þörfina fyrir sérleikfimitíma fyrir börn í sérdeild Barnaskólans, þar sem hinum ýmsu sérþörfum þeirra yrði sinnt. Það var svo haustið 1980 sem þessi börn fengu sér-leikfimi og sundtíma. Haustið 1988 var byrjað með einn tíma í viku […]
Vestmannaeyjabær opnar bókhaldið

Vestmannaeyjabær hefur nú opnað bókhald bæjarins með aðgengilegum og myndrænum hætti. Þar gefst kostur á að nálgast upplýsingar um tekjur og gjöld bæjarsjóðs Vestmannaeyja, hvernig fjármagn er aflað og ráðstafað. Um er að ræða veflausn sem býður upp á myndræna framsetningu í súluritum, kökum og hlutfallsmyndum. Lausnin er unnin í samvinnu við fyrirtækið Wise sem […]
Vel heppnuð Hátíð í bæ

Það var skemmtileg og jólaleg stemmning í miðbæ Vestmannaeyja í gærkvöldi er verslunareigendur stóðu fyrir “Hátíð í bæ.” Opið var í verslunum til kl. 22.00 og jólasveinar sáust á sveimi. Þá var komið fyrir söluskúrum í Bárustíg þar sem hægt var að versla sér t.a.m. heitt súkkulaði og ristaðar möndlur ásamt því að handverksfólk seldi […]
21. desember – Salmína Ingimarsdóttir

Núna á aðventunni bryddar Landakirkja upp á þeirri nýbreyttni að vera með jóladagatal sem ber heitið Þakkarorð á jólum. Í stuttum myndbandsinnslögum munu Vestmannaeyingar tala frá eigin brjósti um þakklæti í tengslum við aðventuna, jólin og jólaboðskapinn og verður afrkasturinn, eitt innslag á dag. (meira…)