Gunnar K. Gunnarsson fékk ahentan gullpinna EHF

Fyrir leik Íslands og Barein fékk Gunnar K. Gunnarsson afhentan gullpinna EHF fyrir vel unnin störf í þágu handknattleikshreyfingarinnar.
Gunnar hefur verið eftirlitsmaður bæði hér heima og erlendis síðustu áratugi en hann lét af störfum í vor. Það var Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ sem afhenti Gunnari gullpinnann.