Dagskrá þrettándans í Vestmannaeyjum hefst í dag með sýningu Árna Más í Sagnheimum klukkan 17:00. Í kvöld er svo hið vinsæla Eyjakvöld á kaffi kró klukkan 21:00.

Á morgun klukkan 14:00 er hið árlega grímuball Eyverja. Jólasveinar mæta á svæðið og mikið fjör. Klukkan 19:00 hefst hin eina og sanna þrettándagleði ÍBV og Íslandsbanka og má nefna að veðurspáin fyrir föstudagskvöld er með besta móti. Að miðnætti er dansleikur í Höllinni.

Á laugardaginn er tröllagleði í íþróttahúsinu frá klukkan 12-15. Jólaratleikur Sagnheima er frá klukkan 13-15. Verslanir bæjarins eru svo með langan dag hjá sér og opið er í búðum til klukkan 16.
Á sunnudaginn er helgistund í stafkirkju klukkan 13:00.