Áramótahugleiðing um umburðarlyndi

Páfinn í Róm gerði umburðarlyndi, eða öllu heldur umburðarleysi, að meginstefi í jólaávarpi sínu. Hann hvatti til ”…bróðernis fólks með ólík sjónarmið sem getur þó virt og hlýtt hvert á annað”. Og mér varð hugsað til okkar hér í Eyjum. Margir vinir mínir kannast við þessa þulu mína um vanda þess og vegsemd að vera […]
Til minningar um Kolbein Aron Arnarson

Minningarbók þessi mun liggja frammi í íþróttahúsinu 4. til 9. janúar til minningar um fallinn félaga. Allir þeir sem vilja votta honum virðingu sína geta sett nafn sitt í bókina og þeir sem vilja senda kveðju mega einnig gera það. Þeir sem eiga flotta mynd geta sent okkur myndina á siggainga@ibv.is og munum við líma […]
Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug

Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vináttu, samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar bróður okkar, mágs og frænda Magnúsar Bergssonar, rafvirkja, Hilmisgötu 4, Vestmannaeyjum, sem lést 15. nóv. sl. Innilegar þakkir til þeirra sem önnuðust hann af alúð á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum og einnig þökkum við þeim sem heimsóttu hann og styttu […]
Námsleiðir fyrir fólk með minni formlega skólagöngu

Viska býður upp á ýmsar námsleiðir sem hugsaðar eru fyrir fólk með minni formlega skólagöngu. Öðrum er snannarlega heimilt að taka þátt í námsleiðunum eigi það við. Námsleiðirnar eru styrktar af Fræðslusjóði, sem samkvæmt lögum um framhaldsfræðslu stuðlar að því að til séu viðeigandi námstækifæri fyrir einstaklinga með stutta formlega skólagöngu, en jafnframt að skapa […]
Myndlistarsýning og Eyjakvöld á fyrsta degi þrettándahátíðar

Dagskrá þrettándahátíðar hófst í gær með sýningu Árna Más í Sagnheimum. Í gærkvöldi var svo hið vinsæla Eyjakvöld á kaffi kró og var fullt út að dyrum. Í dag klukkan 14 er svo hið árlega grímuball Eyverja. Jólasveinar mæta á svæðið og mikið fjör. Klukkan 19:00 hefst hin eina og sanna þrettándagleði ÍBV og Íslandsbanka. Gangan […]
Starfið í Landakirkju fer aftur af stað

Starfið í Landakirkju hefur göngu sína á ný að loknu jólafríi. Æskulýðsfundir hjá Æskulýðsfélagi Landakirkju og KFUM og K hefjast sunnudaginn 6. janúar og krakkaklúbbarnir 1T2, 3T4 og TTT miðvikudaginn 9. janúar. Fyrsti sunnudagaskóli ársins verður á dagskrá sunnudaginn 13. janúar. Kirkjustarf fatlaðara fer svo af stað mánudaginn 14. janúar. Tímasetningar eru sem hér segir. […]