Viska býður upp á ýmsar námsleiðir sem hugsaðar eru fyrir fólk með minni formlega skólagöngu. Öðrum er snannarlega heimilt að taka þátt í námsleiðunum eigi það við.

Námsleiðirnar eru styrktar af Fræðslusjóði, sem samkvæmt lögum um framhaldsfræðslu stuðlar að því að til séu viðeigandi námstækifæri fyrir einstaklinga með stutta formlega skólagöngu, en jafnframt að skapa skilyrði svo sömu einstaklingar geti nýtt sér slík tækifæri.

Á vorönn er ætlunin að bjóða upp á tvær smiðjur ásamt Grunnmenntaskólanum, en hann spannar allt árið, vor- og haustönn. Smiðjurnar sem nú verður boðið upp á eru Handverks- og hönnunarsmiðja og Fablabsmiðja. Báðar smiðjurnar eru 120 kennslustundir og kennsla fer fram tvö síðdegi sem og annan hvern laugardag. Sama gildir um Grunnmenntaskólann.

Endilega skráið ykkur til leiks og við getum farið af stað með spennandi námstækifæri. [email protected] og 4880100