Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu kvenna valdi í gær Sigríði Láru Garðarsdóttur í lokahóp sinn er kemur saman til æfinga og leikur æfingaleik gegn Skotum á La Manga á Spáni á næstu dögum.  Þetta er fyrsti leikur liðsins undir stjórn þeirra Jóns Þórs og Ian Jeffs.

Þá valdi Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari Íslands U-17 valdi í dag úrtakshóp sem kemur saman í Reykjavík 18-20.janúar.  Clara Sigurðardóttir var valin frá ÍBV en Clara hefur verið fastamaður í þessum hóp um skeið.

ÍBV óskar Sísí Láru og Clöru innilega til hamingju með þennan árangur