Aukning á akstri undir áhrifum áfengis og ávana- og fíkniefna

Ein líkamsárás var kærð eftir skemmtanahald helgarinnar og átti árásin sér stað aðfaranótt 5. janúar sl. Þarna höfðu tveir menn ráðist á þann þriðja þannig að sá sem fyrir árásinni varð fékk bólgur í andlit og glóðarauga. Málið er í rannsókn, segir í tilkyningu frá lögreglu. Laust eftir hádegi þann 5. janúar sl. var lögreglu […]

FÍV úr leik í Gettu betur

Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna hófst í útvarpinu í gærkvöldi. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum og Borgarholtsskóli áttust við í fyrstu umferð ásamt fleiri skólum. Viðureignin endaði þannig að Borgarholtsskóli var með 24 stig og FÍV 9 stig. Það voru Aníta Lind Hlynsdóttir, Daníel Hreggviðsson og Rúnar Gauti Gunnarsson sem kepptu fyrir hönd framhaldsskólans í Vestmannaeyjum. (meira…)

Hleðslubúnaður á Básaskersbryggju og breytingar á lóðum

Það var farið um víðan völl á 296. fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær, 7. janúar. Fyrir fundinum lá beiðni frá Greipi Gísla Sigurðssyni fh. Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi vegna uppsetningar á hleðslubúnaði fyrir nýja Vestmannaeyjaferju við Básaskersbryggju. HS VEITUR munu leggja háspennustreng að búnaðinum og sækja um þann hluta en Vegagerðin setur upp annarsvegar spennahús og hleðsluturn […]

Nýjasta kynningarstikla heimildarmyndar um Þrettándann

Nýjasta kynningarstikla heimildarmyndar Sigva Media um Þrettándann er tileinkuð föllnum félögum sem var minnst með ýmsum hætti á nýafstaðinni þrettándagleði ÍBV 4. janúar 2019. Svo er það stundum svo að meira að segja aðalleikararnir þurfa tímabundið frí. Það kemur vel fram í stiklunni að kynslóð eftir kynslóð heldur þrettándafjörinu gangandi í Eyjum. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.