Aukning á akstri undir áhrifum áfengis og ávana- og fíkniefna

Mynd - Lögreglan í Vestmannaeyjum

Ein líkamsárás var kærð eftir skemmtanahald helgarinnar og átti árásin sér stað aðfaranótt 5. janúar sl. Þarna höfðu tveir menn ráðist á þann þriðja þannig að sá sem fyrir árásinni varð fékk bólgur í andlit og glóðarauga. Málið er í rannsókn, segir í tilkyningu frá lögreglu.

Laust eftir hádegi þann 5. janúar sl. var lögreglu tilkynnt um innbrot inn á veitingastaðinn Lundann. Þarna hafði verið farið inn um glugga á austurhlið með því að spenna hann upp. Einnig var gluggi í hurð á jarðhæð brotinn. Reynt var að brjótast inn í einn spilakassa sem er á efri hæð staðarins en það tókst ekki. Að morgni 7. janúar sl. var karlmaður á fertugsaldri handtekinn grunaður um innbrotið og við skýrslutöku viðurkenndi hann að hafa brotist inn á Lundann. Málið er í rannsókn en telst að mestu upplýst.

Tvö fíkniefnamál komu upp í liðinni viku og var í báðum tilvikum lagt hald á smáræði af kannabisefnum.

VEY- Starf sérkennsluráðgjafa leikskóla

Í byrjun árs er rétt að koma nokkrum tölulegum staðreyndum til almennings og fylgir neðangreind tafla þar sem sýndur er samanburður á milli ára í helstu málaflokkum.

Málaflokkur             2014   2015   2016  2017  2018
Hegningarlög alls       84        119     148     107     91
Kynferðisbrot             3         11        7        13      10
Auðgunarbrot            20        36       63       24      19
Líkamsárásir              20       32        33      27       30
Heimilisofbeldi            0        6          14      10       5
Eignaspjöll                 31      30         34      33       19
Fíkniefnabrot              63      90         43      63      54
Áfengislagabrot          13      11         8        15      13
Umferðarlagabrot       146     229      306     268    273
Ölvun við akstur         12      10         5        8        13
Fíkniefnaakstur           9       16         7        6        24
Hraðakstur                 3       4           4        6        10

Eins og sjá má þá hefur hegningarlagabrotum fækkað á milli ára og er helsta skýringin á því að auðgunarbrotum hefur fækkað. Ofbeldisbrotum hefur hins vegar fjölgað örlítið.

Mest sláandi eru aukning á akstri undir áhrifum áfengis og ávana- og fíkniefna. Er ljóst af þessu að of margir eru í umferðinni undir áhrifum vímuefna sem verður að teljast áhyggjuefni.

Mest lesið