Hleðslubúnaður á Básaskersbryggju og breytingar á lóðum

Það var farið um víðan völl á 296. fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær, 7. janúar.

Fyrir fundinum lá beiðni frá Greipi Gísla Sigurðssyni fh. Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi vegna uppsetningar á hleðslubúnaði fyrir nýja Vestmannaeyjaferju við Básaskersbryggju. HS VEITUR munu leggja háspennustreng að búnaðinum og sækja um þann hluta en Vegagerðin setur upp annarsvegar spennahús og hleðsluturn á bryggjuna og sér um rafmagnstengingar á milli spennahúss
og hleðslustöðvar.
Ráðið leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreyting verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nokkrar óskir um lóðir og breytingar á lóðum voru samþykktar á fundinum. M.a. sótti Þorsteinn Óli Sigurðsson f.h. Hafnareyris ehf. um stækkun lóðar. Birgir Nielsen Þórsson og Kolbrún Anna Rúnarsdóttir sækja um lóð nr. 8 í frístundahúsabyggð Ofanleiti.
Hins vegar fékk Grétar Þórarinsson höfnun á stækkun lóðarinnar að Heiðarvegi 6 frá lóðarmörkum að vestan frá Heiðarvegi 6 að Græðisbraut. Ráðið gat ekki heimilað stækkun lóðar þar sem deiliskipulag svæðis liggur ekki fyrir. Ráðið fól Skipulagsfulltrúa að vinna deiliskipulags-lýsingu fyrir skipulagssvæði frá Norðursundi að Faxastíg. Sömuleiðis fékk Grímur Guðnason fh. Pétó ehf. ekki leyfi fyrir viðbyggingu við atvinnhús að Vesturvegi 40 af sömu ástæðu.

VEY- Starf sérkennsluráðgjafa leikskóla

Hér má lesa fundargerðina í heild sinni.

Mest lesið