Til minningar um Kolbein Aron

Seinnipartinn í dag fóru vinir og félagar Kolbeins Arons Arnarssonar uppá Heimaklett og tendruðu kerti til minngar um fallinn vin. Kolli eins og hann var alltaf kallaður, var bráðkvaddur á heimili sínu þann 23. desember. Spor Kolla liggja víða og minning hans mun lifa um ókomna tíð. (meira…)
Útleysingar í Búrfellsvirkjun ollu rafmagnsleysi

Rétt í þessu datt rafmagn aftur á í Vestmannaeyjum eftir að hafa verið út í rúman hálftíma. Útleysing í Búrfellsvirkjun olli því að straumlaust varð á öllu suðurlandi austan Þjórsár ásamt Vestmannaeyjum. Rafmagn er nú allstaðar komið á að nýju og kerfið komið í eðlilegt far. (meira…)
Peyjabankinn hefur hafið göngu sína á ný

Peyjabankinn er farin aftur af stað. Þessi næstvinsælasti veðbanki Íslands hóf göngu sína á ný á dögunum og að þessu sinni mun allur hagnaður bankans renna til fjölskyldu Kolbeins Arons Arnarsonar, en Kolli var fastakúnni í bankanum. Áhugasamir um HM í handbolta og allir aðrir geta þarna veðjað á úrslit í leikju HM í hanbolta […]
Áskorun til stjórnvalda vegna málefna Hafró

Árangur sá er náðst hefur í fiskveiðistjórnun á Íslandsmiðum grundvallast á rannsóknum. Án þeirra myndu menn renna blint í sjóinn, í bókstaflegri merkingu. Margir stofnar við Ísland eru nýttir á sjálfbæran hátt. Stærri fiskistofnar leiða til þess að hægara verður að veiða fiskinn og veiðarnar verða umhverfisvænni. Víða um heim líta menn til reynslu Íslendinga […]
Oddgeir Kristjánsson hefur haft mikil áhrif á tónlist í mínu lífi

Á hverju ári fer fram keppni ungra einleikara sem Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur fyrir í samvinnu við Listaháskóla Íslands. Keppnin er opin nemendum á háskólastigi, óháð því hvaða skóla þeir sækja, og fá þeir hlutskörpustu að leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Vestmanneyingurinn Silja Elsabet Brynjarsdóttir tók þátt og var ein af sigurvegurunum. Silja Elsabet mun ásamt hinum […]
Andlát: Axel Guðmundsson

Ástkæri eiginmaður minn Axel Guðmundsson varð báðkvaddur á heimili sinu þann 12. desember 2018. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Guðlaug Auður Guðnadóttir (meira…)
Reynir að komast á atvinnumannsstig

Hlauparinn Hlynur Andrésson setti fjögur Íslandsmet á síðasta ári. Núna hefur hann lokið námi í Bandaríkjunum og ætlar að einbeita sér enn meira af hlaupinu. „Ég kláraði meistaranám í líffræði núna í byrjun ágúst og þurfti þá að ákveða hvort ég myndi fara beint í doktorsnám og gera hlaupin að áhugamáli, eða gefa bara allt […]
Látum jólaljósin loga til 23. janúar

Vestmannaeyjabær hvetur íbúa Vestmannaeyja til þess að látajólaljósin loga til 23. janúar og minnast þannig giftusamlegrar björgunar. (meira…)