Til minningar um Kolbein Aron

Seinnipartinn í dag fóru vinir og félagar Kolbeins Arons Arnarssonar uppá Heimaklett og tendruðu kerti til minngar um fallinn vin. Kolli eins og hann var alltaf kallaður, var bráðkvaddur á heimili sínu þann 23. desember. Spor Kolla liggja víða og minning hans mun lifa um ókomna tíð. (meira…)

Útleysingar í Búrfellsvirkjun ollu rafmagnsleysi

Rétt í þessu datt rafmagn aftur á í Vestmannaeyjum eftir að hafa verið út í rúman hálftíma. Útleysing í Búrfellsvirkjun olli því að straumlaust varð á öllu suðurlandi austan Þjórsár ásamt Vestmannaeyjum. Rafmagn er nú allstaðar komið á að nýju og kerfið komið í eðlilegt far. (meira…)

Peyjabankinn hefur hafið göngu sína á ný

Peyjabankinn er farin aftur af stað. Þessi næstvinsælasti veðbanki Íslands hóf göngu sína á ný á dögunum og að þessu sinni mun allur hagnaður bankans renna til fjölskyldu Kolbeins Arons Arnarsonar, en Kolli var fastakúnni í bankanum. Áhugasamir um HM í handbolta og allir aðrir geta þarna veðjað á úrslit í leikju HM í hanbolta […]

Áskorun til stjórnvalda vegna málefna Hafró

Árangur sá er náðst hefur í fiskveiðistjórnun á Íslandsmiðum grundvallast á rannsóknum. Án þeirra myndu menn renna blint í sjóinn, í bókstaflegri merkingu. Margir stofnar við Ísland eru nýttir á sjálfbæran hátt. Stærri fiskistofnar leiða til þess að hægara verður að veiða fiskinn og veiðarnar verða umhverfisvænni. Víða um heim líta menn til reynslu Íslendinga […]

Oddgeir Kristjánsson hefur haft mikil áhrif á tónlist í mínu lífi

Á hverju ári fer fram keppni ungra einleikara sem Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur fyrir í samvinnu við Listaháskóla Íslands. Keppnin er opin nemendum á háskólastigi, óháð því hvaða skóla þeir sækja, og fá þeir hlutskörpustu að leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Vestmanneyingurinn Silja Elsabet Brynjarsdóttir tók þátt og var ein af sigurvegurunum. Silja Elsabet mun ásamt hinum […]

Andlát: Axel Guðmundsson

Ástkæri eiginmaður minn  Axel Guðmundsson  varð báðkvaddur á heimili sinu þann 12. desember 2018. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Guðlaug Auður Guðnadóttir (meira…)

Reynir að kom­ast á at­vinnu­manns­stig

Hlauparinn Hlyn­ur Andrés­son setti fjögur Íslands­met á síðasta ári. Núna hefur hann lokið námi í Banda­ríkj­un­um og ætlar að einbeita sér enn meira af hlaupinu. „Ég kláraði meist­ara­nám í líf­fræði núna í byrj­un ág­úst og þurfti þá að ákveða hvort ég myndi fara beint í doktors­nám og gera hlaup­in að áhuga­máli, eða gefa bara allt […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.