Erik Hamren, þjálfari íslenska landsliðsins hefur opinberað byrjunarlið Íslands sem að mætir Svíþjóð í æfingaleik í Katar í dag. Eyjamaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson byrjar í hjarta varnarinnar en þetta er hans fyrsti landsleikur fyrir Ísland. Hjörtur Hermannson er honum við hlið en Birkir Már og Böðvar Böðvarsson eru bakverðir. Fredrik Schram stendur í rammanum.