Bæjarráð hittist á óformlegum fundi í dag (miðvikudaginn 16. janúar 2019) til þess að ræða þá stöðu sem upp er komin í tengslum við flugsamgöngur við Vestmannaeyjar og greint hefur verið frá í fjölmiðlum.

Bæjarráð lýsir þungum áhyggjum af stöðunni. Ef ekki verður fundin lausn á henni munu áhrifin óhjákvæmilega fela í sér skerðingu á þjónustu við Vestmannaeyjar. Því undirstrikar bæjarrráð mikilvægi þess að viðhalda núverandi flugþjónustuvið Vestmannaeyjar. Isavia og Flugfélagið Ernir eru hvött til að finna lausn á stöðunni.

Íris Róbertsdóttir,

bæjarstjóri