Í gær komu krakkar frá leikskólanum Sóla í heimsókn í Þekkingarsetrið og þar sem Eyjafréttir eru með aðsetur í húsinu kíktu þau við hjá okkur líka.

Mest fannst þeim spennandi að heyra um komu mjaldranna Litlu Hvít og Litlu Grá. Hrafn Sævaldsson sá um túrinn hjá krökkunum. Rannsóknastofan hjá Simma var spennandi og þar fengu krakkarnir að skoða og halda á loðnu, eins fengu þau að þefa af fiskimjöli sem þeim fannst ekkert sérstaklega góð lykt af. Eftir skoðunaferðina fengu þau að setjast niður inni í einu fundarherbergi sem heitir Heimaklettur og fengu léttar veitingar. Páll Marvin, framkvæmdastjóri Þekkingasetursins sagði krökkunum frá Mjöldrunum í leiðinni.