Á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni var fjallað um breytinga á gjaldskrá Líkamsræktarstöðvarinnar ehf eða Hressó fyrir árið 2019. En fjölmargar athugasemdir hafa borist Vestmannaeyjabæ vegna gjaldskrárhækkunar í upphafi árs hjá Líkamsræktarstöðinni ehf sem leigir sal í Íþróttamiðstöðinni til starfsemi sinnar. Fjölskyldu- og tómstundaráð tekur undir þessar athugasemdir sem snúast fyrst og fremst um óvenju mikla hækkun (um 36% hækkun) á árskorti í líkamsræktarsalinn.

Ráðið beinir því til Líkamsræktarstöðvarinnar ehf að endurskoða þessa hækkun enda á engan hátt í samræmi við tilboðsgögn frá Líkamsræktarstöðinni ehf sem samningur við Vestmannaeyjabæ byggir á.