Eftir frestun á leik í gær mættu Framstúlkur til Eyja í leik í Olís-deild kvenna í dag.

Jafnræði var með liðun faman af en eftir um 15 mínútuleik tóku Framarar öll völd á vellinum. Staðan í hálfleik 12-17 Fram í vil.

ÍBV tókst að minnka muninn niður í þrjú mörk í upphafi fyrri hálfleiks en Framstúlkur rönkuðu þá aftur við sér og endurheimtu völdin á vellinum. Að lokum uppskáru Framarar átta marka sigur 23-31.

Ester Óskarsdóttir var markahæst í liði ÍBV með sex mörk. Aðrir markaskorarar voru Sunna Jónsdóttir 5, Karólína Bæhrenz 3, Kristrún Hlynsdóttir 3, Arna Sif Pálsdóttir 2 og Ásta Björt Júlíusdóttir 1. Guðný Jenný Ásmundsdóttir var með sex skot varin.