Í síðustu viku á rík­is­stjórn­ar­fundi kynntu Fé­lags- og barna­málaráðherra og heil­brigðisráðherra áform um skoða í sam­ein­ingu breyt­ing­ar til að styðja bet­ur við barns­haf­andi kon­ur á lands­byggðinni og fjöl­skyld­ur þeirra.

Sam­kvæmt frétt á vef Stjórn­ar­ráðsins verður skipaður starfs­hóp­ur sem á að móta og leggja fram til­lög­ur að úr­bót­um, hvort sem er inn­an fæðing­ar­or­lofs­kerf­is­ins eða með öðrum hætti. Starfs­hóp­ur­inn mun fara yfir aðstæður þess­ara kvenna með til­liti til staðsetn­ing­ar fæðing­arþjón­ustu á landsvísu en marg­ar þeirra þurfa að dvelj­ast fjarri heima­byggð, með til­heyr­andi til­kostnaði, í nokk­urn tíma til að hafa ör­uggt aðgengi að heil­brigðisþjón­ustu á meðgöngu og eft­ir fæðingu.