Ekkert lát virðist á byggingar- og framkvæmdagleði Eyjamanna ef marka má fundargerð 297. fund umhverfis- og skipulagsráðs sem haldin var sl. mánudag 21. janúar.

Fyrir fundinum lágu umsóknir um einar fimmtán lóðir eða byggingarleyfi.
Friðrik Örn Sæbjörnsson og Jóhanna Birgisdóttir sækja um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 40 við Brimhólabraut. Sigurður Friðrik Gíslason f.h. S.B. Heilsu ehf. sækir um leyfi fyrir viðbyggingu við veitingastaðinn GOTT Bárustig 11. Jóhann Guðmundsson fh. The Brothers Brewery ehf. sækir um leyfi fyrir útlitsbreytingum á norður- og vesturhlið, innanhúsbreytingum og skjólveggjum við lóðarmörk til norðurs.

Þá sótti Kristján Gunnar Ríkharðsson um einbýlishúslóðir nr. 14, 16, 18 og 20 í Búhamari. Kristjana Margrét Harðardóttir og Bjarni Sigurðsson sækja um einbýlishúsalóð nr. 90 í Búhamri. Lágu einnig fyrir fjórar umsóknir eftir lóðum í frístundabyggðinni við Ofanleiti. Það er því ljóst að hún fer ört stækkandi.

Fundagerðina má lesa í heild sinni hér.