Héraðssamband ÍBV stendur fyrir uppskeruhátíð í Akoges á morgun en þar verða íþróttamenn innan sambandsins á öllum aldri heiðraðir fyrir sín störf. Tilkynnt verður um íþróttamann hvers aðildarfélags, íþróttamaður ársins og æskunnar verða valdir ásamt því að Heiðursmerki verður afhent.

Öllum leikmönnum, velunnurum og íþróttaáhugafólki er boðið á hátíðina, sem hefst kl:20 í Agokes.