„Það er ekk­ert vit í öðru en að bregðast við aðstæðum í nátt­úr­unni,“ seg­ir Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar í Vest­manna­eyj­um, um mik­inn sam­drátt í ráðgjöf fyr­ir humar­vertíðina í ár.

Lagt er til að leyft verði að veiða 235 tonn eða aðeins rúm­lega 20% af veiðiráðgjöf síðasta fisk­veiðiárs. Á nýliðnu ári voru veidd 728 tonn af humri, sem er minnsti afli frá upp­hafi veiða árið 1957.

Bát­ar frá Hornafirði, Þor­láks­höfn og Vest­manna­eyj­um hafa mest­ar heim­ild­ir í humri og seg­ir Sig­ur­geir að eðli­lega muni þessi niður­skurður hafa nei­kvæð áhrif á þess­um stöðum. „Ég fagna því samt að ekki hafi verið sett á al­gert bann því það er skyn­sam­legra að draga úr veiðum en halda samt áfram að vakta svæðin. Á þann hátt er hægt að átta sig á því hvað er að ger­ast,“ seg­ir Sig­ur­geir í um­fjöll­un um humar­veiðina í Morg­un­blaðinu í dag.

Mbl.is greindi frá.