Starfs­menn skipa­smíðastöðvar­inn­ar Crist í Gdynia í Póllandi eru að leggja loka­hönd á smíði Herjólfs. Þeir eru að setja upp stóla, borð og eld­hús­tæki í farþega­sal, pússa gler í glugg­um og setja upp glugga­tjöld.

„Það er kom­in fín mynd á þetta og nú bíðum við óþreyju­full­ir eft­ir að fá skipið til að geta búið okk­ur und­ir sigl­ing­ar,“ seg­ir Guðbjart­ur Ell­ert Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri rekstr­ar­fé­lags Herjólfs sem starfar á veg­um Vest­manna­eyja­bæj­ar.

Verið er að ganga end­an­lega frá tækj­um í brú og vél. Ein­hvern næstu daga fer skipið í nokk­urra daga reynslu­sigl­ingu þar sem skipið sjálft og öll tæki þess verða prófuð. Guðbjart­ur seg­ir að þá komi ljós hvenær skipið verði af­hent rekstr­araðila og hvenær hægt verði að sigla því heim.

Mbl.is greindi frá.