Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja sem var á fimmtudaginn var lögð fram sameiginleg bókun allra bæjarfulltrúa er varðar stöðu flugsamgangna í Vestmannaeyjum, en fram hefur komið að drag eigi úr þjónustu.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja leggur fram eftirfarandi bókun, sem er samhljóma bókun sveitastjórnar Norðurþings frá 22. janúar 2019:
Bæjastjórn lýsir yfir miklum áhyggjum af því ef Flugfélagið Ernir þarf að bregðast við vanda félagsins með fækkun áætlunarferða til Vestmannaeyja og Húsavíkur. Brýnt er að fundin verði lausn á þeirri stöðu sem uppi er.
Til framtíðar er brýnt að búið verði þannig um hnútana af hálfu ríkisins að rekstrarumhverfi flugfélaga í innanlandsflugi verði eflt með auknum framlögum á fáfarnari leiðum, auk t.d. upptöku á svokallaðri skoskri leið eins skjótt og verða má. Sú leið mun auðvelda íbúum landsbyggðanna að taka flugið, svo um munar, á sama tíma og það treystir innanlandsflugið í sessi sem raunverulegan samgönguvalkost í landinu. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að koma bókuninni á framfæri við hlutaðeigandi aðila.

Hægt er að lesa bókunina í heild seinni hérna.