Sorpmálin hafa verið í deiglunni undanfarið, en bæjarbúar greiða hátt sorphirðugjald og flestir reyna flokka samviskusamlega í tunnurnar þrjár. Um jólin var sorphirðan ekki samkvæmt plani og mikil óánægja hefur verið meðal bæjarbúa vegna þessa. Ekki lagaðist sú óánægja þegar margir sáu starfsmenn frá Kubb ehf sem hirðir ruslið í Vestmannaeyjum blanda saman ruslinu sem flestir bæjarbúar hafa eytt tíma í að flokka.

Blaðamaður hafði samband við Kubb ehf. og sagði Sigurður G. Óskarsson að það ætti alls ekki að taka saman tunnurnar, „við lentum í seinkunum eftir jólin vegna mikilla fría og veikinda, en sorphirðan á vera komið á áætlun. Það er alls ekki hagur Kubbs eða Eyjamanna að borga mikið hærri förgunargjöld með því að setja allt í almennt sorp,“ sagði Sigurður og sagðist ætla skoða málið betur.

Ekki sú þjónusta sem samið var um
Einnig var haft samband við Vestmannaeyjabæ vegna málsins og sagði Guðmundur Ásgeirsson formaður framkvæmda- og hafnarráðs að það væri ljóst að það gætir mikillar óánægju með stöðu sorpmála í bænum.

Efni á þessari síðu er aðeins fyrir áskrifendur. Vinsamlegast skráðu þig inn til að lesa meira eða gerast áskrifandi.

Existing Users Log In