Opinn fundur með Sigurði Inga Jóhannssyni – Fundi frestað

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins ætlaði að fara yfir samgöngur og fleiri mál ásamt Ásgerði Kristínu Gylfadóttur 1. varaþingmanni Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi á opnum fundi á Kaffi Kró í Vestmannaeyjum þriðjudaginn 5. febrúar, kl. 20:00, en vegna veðurs hefur fundinum verið frestað. (meira…)
Fyrsta plata Foreign Monkeys í 10 ár

Foreign Monkeys sendir frá sér sína aðra breiðskífu, Return, 2. apríl nk. Er þetta fyrsta útgáfa hljómsveitarinnar í 10 ár en fyrsta plata sveitarinnar Pí (π) kom einmitt út í apríl 2009. Sveitin hóf gerð nýju Return árið 2011 og kláraði hana að mestu árið 2012. Sveitin fór svo í dvala en vaknaði úr honum […]
Stelpurnar og strákarnir spila í kvöld

Í dag verður tvenna hjá okkur í handboltanum. Stelpurnar mæta Val kl. 18.00 og Strákarnir mæta ÍR kl. 20.00. Ísfélagið ætlar að bjóða Eyjamönnum frítt á báða leikina og kunnum við þeim miklar þakkir fyrir. Styðjum okkar lið Áfram ÍBV (meira…)
Opinn fundur um eflingu iðnnáms og menntamál almennt

Í Ásgarði í kvöld mun Áslaug Arna ritari sjálfstæðisflokksins ásamt Helgu Kristínu skólameistara FÍV ræða um tækifærin í eflingu iðnnáms og fjalla um menntamál almennt. Allir velkomnir og heitt á könnunin. (meira…)