Fyrsta plata Foreign Monkeys í 10 ár

Hljómsveitin Foreign Monkeys

Foreign Monkeys sendir frá sér sína aðra breiðskífu, Return, 2. apríl nk. Er þetta fyrsta útgáfa hljómsveitarinnar í 10 ár en fyrsta plata sveitarinnar Pí (π) kom einmitt út í apríl 2009.

Sveitin hóf gerð nýju Return árið 2011 og kláraði hana að mestu árið 2012. Sveitin fór svo í dvala en vaknaði úr honum í upphafi árs 2018 og luku meðlimir sveitarinnar við plötuna seinni part árs 2018.

Platan mun koma út á Spotify og öðrum tónlistarveitum sem og að hún verður pressuð á vinyl í takmörkuðu upplagi.

Fyrsti smáskífa plötunar mun svo koma út einhvern tíma á næstu vikum og heyrast á öldum ljósvakans, ásamt því vera aðgengileg á tónlistarveitum.

Sveitin mun halda útgáfutónleika í Vestmannaeyjum og í Reykjavík í tengslum við útgáfuna og hafa meðlimir sveitarinnar, þeir Víðir Heiðdal, Bogi Ágúst Rúnarsson og Gísli Stefánsson æft stíft undanfarnar vikur til að undirbúa tónleikahaldið.

Húsasmiðjan – almenn auglýsing

Mest lesið