Aðeins eitt stig úr tvennu gærdagsins

ÍBV reið ekki feitum hesti frá tvennu gærdagsins þegar bæði karla- og kvennalið ÍBV í handbolta léku heimaleiki. Aðeins eitt stig sat eftir. Frítt var á leikina í boði Ísfélagsins.

Stelpurnar riðu á vaðið kl. 18 þegar þær fengu Valsstúlkur í heimsókn.
ÍBV eiginlega sá aldrei til sólar í leiknum gegn toppliði Vals sem tók öll völd á vellinum frá fyrstu mínútu. Sóknarleikur ÍBV gekk hvorki né rak í fyrri hálfleik og var staðan í hálfleik 7-15.

Síðari hálfleikurinn var svo engu skárri að hálfu Eyjakvenna og endaði leikurinn með 13 marka sigri Vals.

Markahæst í liði ÍBV var Ester Óskarsdóttir með 5 mörk úr 17 tilraunum. Aðrir markaskorarar voru Arna Sif Pálsdóttir – 4, Ásta Björt Júlíusdóttir – 3, Greta Kavaliauskaite – 2, Sandra Dís Sigurðardóttir – 1 og Sunna Jónsdóttir – 1. Guðný Jenný Ásmundsdóttir varði 5 skot og Andea Gunnlaugsdóttir 4 í marki ÍBV.

chevron-right chevron-left

ÍR stal stigi á loka mínútunni
Að loknum kvennaleiknum fengu strákarnir ÍR í heimsókn í fyrsta leiknum að loknu jóla- og HM fríi. Sömuleiðis var þetta fyrsti leikur strákanna eftir fráfall Kol­beins Arons Arn­ar­son­ar og voru því miklar tilfinningar í leiknum í gærkvöldi.

ÍR-ingar spiluðu mun betur í fyrri hálfleik og leiddu með þremur mörkum þegar gengið var til leikhlés. Eyjamenn voru þó fljótir að vinna upp forrystuna í þeim síðari og tóku eftir það yfirhöndina. Eyjamenn höfðu sigurinn vísann þegar um mínúta var eftir en ÍR-ingum tókst hinsvegar að jafna þegar þrjár sekúndur voru eftir. Lokatölur því 24-24.

Mörk Eyjamanna skiptust á aðeins fimm leikmenn. Markahæstur var Hákon Daði Styrmisson sem átti mjög góðan leik og skoraði 8 mörk. Aðrir markaskorarar voru Kári Kristján Kristjánsson – 5, Dagur Arnarsson – 5, Grétar Þór Eyþórsson – 4 og Kristján Örn Kristjánsson – 2.

Teddi og Sigurbergur ekki meira með?
Eyjamenn léku án tveggja lykilleikmanna þeirra Theodórs Sigurbjörnssonar og Sigurbergs Sveinssonar en þeir voru frá vegna meiðsla.
Erlingur Richardsson þjálfari ÍBV segir, í samtali við mbl.is, líklegt að þeir leiki ekki meira með á þessari leiktíð. „Það er eig­in­lega mjög langt í þá báða, það er bara spurn­ing hvort það verði eitt­hvað á þessu tíma­bili eða ekk­ert. Það þýðir ekk­ert að vera að velta því upp og við höf­um ekk­ert verið að því. Við erum ekk­ert að ræða mikið um það, enda er það hlut­verk okk­ar þjálf­ar­anna að vinna úr því sem við höf­um og virkja fleiri.”

chevron-right chevron-left
Húsasmiðjan – almenn auglýsing

Mest lesið