Þakplötur og klæðingar hafa losnað í óveðrinu

Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta tók þessar myndir í dag þegar Björgunarfélagið var að störfum.

Björg­un­ar­fé­lag Vest­manna­eyja hafði nógu að snú­ast síðdeg­is í dag við að festa þak­plöt­ur og klæðning­ar sem voru byrjaðar að losna af hús­um víðsveg­ar um bæ­inn. Einnig var Björgunarfélagið ræst út eftir kvöldmat þar sem plast var farið að rifna frá gluggum í nýbyggingu, Ásnes við Skólaveg. Björg­un­ar­fé­lags­menn er enn í viðbragðsstöðu en seinnipartinn í dag var  37 metra meðal­vind­hraði á Stór­höfða og mesta hviða sem mælst hafði var 48 m/​sek.

Húsasmiðjan – almenn auglýsing

Mest lesið