Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að Nethamar er nýr þjónustuaðili Brimborgar í Vestmannaeyjum. Undirritaður hefur verið samstarfssamningur á milli Brimborgar og Nethamars í Vestmannaeyjum.

Bifreiðaverkstæðið Nethamar er með því orðin viðurkenndur þjónustuaðili fyrir öll fólks- og sendibíla merki Brimborgar Ford, Volvo, Mazda, Citroën og Peugeot.

Við viljum með samningi þessum auka þjónustuna við okkar fjölmörgu viðskiptavini í Vestamannaeyjum en salan á merkjum Brimborgar hefur aukist mikið undanfarin ár á þessu svæði og eiga viðskiptavinir okkar að geta sótt sér alla þjónustu hjá viðurkenndum þjónustuaðila í heimabyggð. Starfsmenn Nethamars munu taka fagnandi á móti ykkur.