Í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar gefur Íslandspóstur út frímerki.

Á útgáfudeginum, 7. febrúar kl. 17:30 verður opnuð í Einarsstofu sýning þar sem hönnuður frímerkisins, Hlynur Ólafsson, afhjúpar og kynnir merkið. Guðni Friðrik Gunnarsson fjallar stuttlega um sýninguna að öðru leyti.

Grunnur sýningarinnar er frímerkjasafn Guðmundar Ingimundarsonar, sem hann og kona hans, Jóhanna M. Guðjónsdóttir frá Hlíðardal, færðu bænum að gjöf í júlí 1991.

Jafnframt eru sýnd ljósrit úr safni Indriða Pálssonar, þar á meðal af elstu þekktu stimplun á frímerki í Vestmannaeyjum. Um er að ræða skildingamerki frá 1873 til 1876. Þá verður einnig sýnt yfirlit yfir þau frímerki sem vestmannaeyskir listamenn hafa unnið til útgáfu, eftir þá Ástþór Jóhannsson, Hlyn Ólafsson og Jóa Listó.

Sýningin er opin á föstudag kl. 10-18,

laugardag og sunnudag kl. 13-16.

Verið hjartanlega velkomin.