Sigurður Áss sendur í leyfi frá störfum

Sigurður Áss Grétarsson, fyrverandi framkvæmdastjóri siglingasviðs hjá Vegagerðinni.

Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs hjá Vegagerðinni, hefur verið sendur í leyfi frá störfum. Samstarfsmönnum hans var tilkynnt um ákvörðunina í gær.

Þessu greindi visir.is frá nú í hádeginu. Samkvæmt heimildum þeirra snýr málið að samskiptavanda innan Vegagerðarinnar sem hefur verið til skoðunar.

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segist í samtali við Vísi.is, ekki geta sagt til um hve lengi Sigurður yrði frá störfum en reiknað þó ekki með að það yrði í mjög langan tíma. Enn fremur segir hann málið viðkvæmt en stofnunin hafi notið liðsinnis utanaðkomandi sérfræðinga við úrvinnslu þess.

VEY100 – Afmælisrit

Sigurður Áss er Eyjamönnum vel kunnur enda verið áberandi í allri umfjöllun um málefni Landeyjahafnar og nýs Herjólfs.

Húsasmiðjan – almenn auglýsing

Mest lesið