Hlynur Andrésson á nýju Íslandsmeti

Vestmanneyingurinn og hlauparinn Hlynur Andrésson keppti í 3000 metra hlaupi í Belgíu á laugardaginn þar sem hann bar sigur úr býtum. Tíminn hans var 8:08,24 mínútur og er það nýtt Íslandsmet. Fyrra metið var 8:10,94 mínútur sem Kári Steinn Karlsson átti frá árinu 2007. Hlynur hefur hlaupið vegalengdina á 8:02,08 mínútum en ekki á löglegri […]

Ölduhæð og dýpkun

Við sem búum í Vestmannaeyjum þekkjum orðin ,,ölduhæð“ og ,,dýpkun“ kannski betur en mörg önnur orð. Ástæðan er einföld þessi orð hafa mikil áhrif á samgöngur okkar við fastalandið. Ég hef áður skrifað greinar um dýpkun og eytt töluverðum tíma síðustu mánuði m.a. í samskipti við Vegagerðina o.fl. Nú síðast voru dýpkunarmál rædd á bæjarstjórnarfundi […]

Fyrirtækjafræðsla Íslandsbanka

Miðvikudaginn 13. febrúar kl. 09:00-10:00 heldur útibú Íslandsbanka í Vestmannaeyjum gagnlegan fund um notkun fyrirtækjabanka Íslandsbanka. Helstu aðgerðir eru útskýrðar og sérfræðingar sitja fyrir svörum. Fundurinn er haldinn í útibúi Íslandsbanka í Vestmannaeyjum og verður boðið upp á léttar veitingar. Athugið að takmarkaður sætafjöldi er í boði og því er skráning á fundinn nauðsynleg. Hægt er að […]

Saga Eyjanna með augum grunnskólanema

Á morgun, þriðjudag klukkan 16.00 verður opnuð sýning í Einarsstofu á verkum flestallra nemenda í Grunnskóla Vestmannaeyja þar sem efnið er sótt í sögu Eyjanna. Bjartey Gylfadóttir, myndlistarkennari segir sýninguna bæði fjölbreytta og skemmtilega. „Myndlist er skylda frá fyrsta upp í sjöunda bekk og eftir það er hún val hjá krökkunum,“ sagði Bjartey. „Upphafið var […]

Stemming á Háaloftinu á laugardaginn

Margt var um manninn þegar Jón Ólafsson mætti á Háaloftið á laugardaginn með tónleikana sína af fingrum fram. Með honum var Stefán Hilmarsson sem er óumdeilanlega einn vinsælasti söngvari vorra tíma og hefur sýnt að hann er marghamur í söngefnunum. Á tónleikunum sýndi Stefán allar sínar bestu hliðar og rifjaði upp sögur og músík Sálarinnar […]

Nemendur í GRV með myndlistasýningu

Nemendur í myndlist á öllum skólastigum Grunnskóla Vestmannaeyja verða með verk á myndlistarsýningu í Einarsstofu á morgun þriðjudaginn 12. febrúar. Tilefni sýningarinnar er 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar. Sýningin opnar klukkan 16 og væri mjög gaman fyrir krakkana ef þið sæjuð ykkur fært um að koma á opnunina og skoða hvað þau hafa verið að vinna […]

Eins marks tap gegn KR í Lengjubikarnum

Meistaraflokkur ÍBV karla í knattspyrnu lék sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum á laugardaginn þegar þeir mættu KR-ingum í Egilshöll. Óskar Örn Hauksson, leikmaður KR, skoraði fyrsta og eina mark leiksins á 21. mínútu. 1-0 sigur KR því staðreynd. ÍBV og KR eru í 2. riðli Lengjubikarsins ásamt Fylki, Njarðvík, Víkingi Ólafsvík og Þrótti Reykjavík. Næsti […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.