Meistaraflokkur ÍBV karla í knattspyrnu lék sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum á laugardaginn þegar þeir mættu KR-ingum í Egilshöll.

Óskar Örn Hauksson, leikmaður KR, skoraði fyrsta og eina mark leiksins á 21. mínútu. 1-0 sigur KR því staðreynd.

ÍBV og KR eru í 2. riðli Lengjubikarsins ásamt Fylki, Njarðvík, Víkingi Ólafsvík og Þrótti Reykjavík. Næsti leikur ÍBV er gegn Víkíngi Ólafsvík laugardaginn 23. febrúar kl. 14.00.

Byrjunarlið ÍBV var þannig skipað:
21 – Halldór Páll Geirsson (M)
6 – Matt Nicholas Paul Garner (F)
8 – Priestley David Keithly
10 – Guðmundur Magnússon
14 – Nökkvi Már Nökkvason
16 – Róbert Aron Eysteinsson
17 – Jonathan Ricardo Glenn
26 – Óskar Elías Zoega Óskarsson
38 – Víðir Þorvarðarson
77 – Jonathan Ian Franks
92 – Diogo Manuel Goncalves Coelho

Varamenn:
35 – Víðir Gunnarsson (M)
5 – Eyþór Daði Kjartansson
13 – Ásgeir Elíasson
18 – Alfreð Már Hjaltalín
23 – Frans Sigurðsson
33 – Eyþór Orri Ómarsson