Nemendur í myndlist á öllum skólastigum Grunnskóla Vestmannaeyja verða með verk á myndlistarsýningu í Einarsstofu á morgun þriðjudaginn 12. febrúar. Tilefni sýningarinnar er 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar. Sýningin opnar klukkan 16 og væri mjög gaman fyrir krakkana ef þið sæjuð ykkur fært um að koma á opnunina og skoða hvað þau hafa verið að vinna að. Árgangarnir unnu með mismunandi þema sem tengist Vestmannaeyjum.

1. bekkur – Húsin í bænum
2. bekkur – Þrettándatröll
3. Þjóðhátíð Vestmannaeyja
4. Eyjafólk
5. Lundar
6. Eldgosin
7. Tyrkjaránið

Valhópar – Sjómennskan
Sýningin mun svo vera opin frá 12. til 19. feb.

SKL jól