Stemming á Háaloftinu á laugardaginn

Jón Ólafsson og Stefán Hilmarsson. Það var Óskar Pétur Friðrikssin ljósmyndari Eyjafrétta sem tók myndirnar.

Margt var um manninn þegar Jón Ólafsson mætti á Háaloftið á laugardaginn með tónleikana sína af fingrum fram. Með honum var Stefán Hilmarsson sem er óumdeilanlega einn vinsælasti söngvari vorra tíma og hefur sýnt að hann er marghamur í söngefnunum. Á tónleikunum sýndi Stefán allar sínar bestu hliðar og rifjaði upp sögur og músík Sálarinnar og Pláhnetunnar auk þess sem hann tók lög sem hann hefur gefið út á sínum sólóferli.

Húsasmiðjan – almenn auglýsing

Mest lesið