Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyjabæjar í gær voru umræður um frístundastyrkinn. Þar lögðu fulltrúar minnihlutans fram eftirfarandi bókun,
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fjölskyldu- og tómstundaráði harma þá ákvörðun ÍBV íþróttafélags að hefja gjaldtöku í boltaskóla ÍBV í beinu framhaldi breytinga á aldursviðmiði frístundastyrks Vestmannaeyjabæjar niður í 2 ára aldur.