Nýr æskulýðs-, tómstunda- og íþróttafulltrúi hjá bænum

Erna Georgsdóttir

Vestmannaeyjabær hefur ráðið Ernu Georgsdóttur í starf æskulýðs-, tómstunda- og íþróttafulltrúa. Erna er með masterpróf í tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands og diplóma í Kynfræði. Að auki hefur hún tekið námskeið í mannauðsstjórnun og markþjálfun. Erna hefur starfað sem sveitarforingi hjá skátunum og er með Gilwell – æðsta stig í leiðtogaþjálfun. Einnig hefur hún starfað á vegum þjóðhátíðarnefndar undanfarin ár og haldið þar utan um viðamikil verkefni. Erna mun hefja störf á næstu vikum.