ÍBV sótti heim Selfoss í æsispennandi leik í Olísdeild karla í handbolta í gærkvöldi.

Eyjamenn höfðu frumkvæðið lungann úr leiknum og leiddi í hálfleik 14-16. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka var ÍBV með þriggja marka forystu, 24-27. Nokkrum töpuðum boltum síðar vara flautað til leiksloka og lokatölur 30-28 Selfoss í vil. Ótrúlegur viðsnúningur Selfyssinga sem leiddu leikinn aðeins síðustu þrjár mínúturnar.

Markahæstir í liði ÍBV voru Kári Kristján Kristjánsson, Hákon Daði Styrmisson og Dagur Arnarsson með 6 mörk hver. Aðrir markaskorarar voru Fannar Þór Friðgeirsson – 5, Kristján Örn Kristjánsson – 2  og Elliði Snær Viðarsson, Grétar Þór Eyþórsson og Magnús Stefánsson með eitt mark hver. Haukur Jónsson varði sjö skot í marki Eyjamanna.

„Það mæðir mikið á Degi [Arn­ars­syni] og Fann­ari [Friðgeirs­syni] í sókn­inni, sér­stak­lega þegar Sig­ur­berg­ur er ekki með. Við erum með unga stráka þarna og við þurf­um líka bara að finna tíma fyr­ir þá og koma þeim inn í þetta. En Fann­ar var að gera mikið, byrja sókn­irn­ar og byrja árás­ir og það tek­ur mikla orku. Kannski voru menn orðnir þreytt­ir í lok­in, en heilt yfir fannst mér við vera að opna þá nokkuð vel og ná þeim skot­um sem við vild­um, en síðan vor­um við að senda klaufa­leg­ar send­ing­ar og tapa óþarfa bolt­um.” sagði Erlingur Richardsson þjálfari ÍBV í spjalli við mbl.is eftir leik í gær.