ÍBV heimsótti Fram í Safamýrina í gærkvöld í leik í Olís-deild kvenna í handbolta.

Jafnræði vara á upphafsmínútum leiksins en fljótlega tóku Framkonur öll völd á vellinum. Staðan í hálfleik 20-10.
Eyjakonur byrjuðu seinni hálfleikinn ágætlega áður en Fram tók fljótlega stjórntaumana á ný. Niðurstaðan því tólfmarka sigur Framstúlkna 39-27.

Ester Óskarsdóttir var markahæst í liði ÍBV með 6 mörk. Aðrir markaskorarar voru Ásta Björt Júlíusdóttir – 5, Greta Kavaliauskaite – 5, Arna Sif Pálsdóttir – 4, Kristrún Hlynsdóttir – 3, Karolína Bæhrenz Lárudóttir – 2, Sandra Dís Sigurðardóttir – 1 og Sunna Jónsdóttir – 1. Guðný Jenný Ásmundsdóttir varði 5 skot í marki ÍBV.

„Við erum bún­ar að fá nokkra skelli í vet­ur og maður held­ur alltaf að við kom­um til baka en það gerðist ekki í kvöld. Við höf­um oft spilað góða leiki á móti Fram en við vor­um mjög slak­ar í þess­um leik og liðið skort­ir sjálfs­traust, það er al­veg ljóst, og það er mikið áhyggju­efni,” sagði Hrafn­hild­ur Skúla­dótt­ir, þjálf­ari ÍBV, í sam­tali við mbl.is eft­ir í gær.
„Varn­ar­leik­ur­inn er mjög stórt áhyggju­efni fyr­ir okk­ur þar sem við vor­um að spila mjög agaðan og flott­an varn­ar­leik fyr­ir ára­mót.”

Eftir sex leiki eftir áramót liggur aðeins einn sigur og fimm frekar stór töp. Skorað 129 mörk en fengið á sig 169 s.s. markatalan -40.
Stelpurnar standa sem er í 4. sæti Olísdeildarinnar með 17 stig, markatöluna -13, 8 sigra, eitt jafntefli og 7 töp.
Næsti leikur stelpnanna í deildinni er hér heima gegn HK þriðjudaginn 26. febrúar. En fyrst fá þær lið KA og Þórs til sín í Coca-cola bikarnum laugardaginn 23. febrúar næstkomandi.