Hátíðarstimpillinn verður aðeins notaður þennan eina dag, en eyðilagður í dagslok.

Hinn 7. febrúar gaf Íslandspóstur út sérstakt frímerki til minningar um 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar. Af því tilefni var sýning í Einarsstofu þar sem hönnuður frímerkisins, Hlynur Ólafsson, afhjúpaði og kynnti frímerkið.

Einnig var sýnt úrval þeirra frímerkja sem eru í eigu bæjarins sem og kynntir þeir Vestmannaeyingar sem hafa hannað frímerki til útgáfu.

Í dag, fimmtudaginn 14. febrúar, þegar 100 ár liðin frá því fyrsti bæjarstjórnarfundur var haldinn í Vestmannaeyjum, er hægt að fá umslög stimpluð með dagsstimpli Íslandspósts og hliðarstimpli, til að minnast þessara merku tímamóta í sögu bæjarins okkar.

Áréttað er að hliðarstimpillinn verður aðeins notaður þennan eina dag, en eyðilagður í dagslok.