Ákveðið hef­ur verið að veiðiskip­in Ásgrím­ur Hall­dórs­son frá Hornafirði og græn­lenska skipið Pol­ar Amar­oq haldi í dag til loðnu­leit­ar ásamt rann­sókna­skip­inu Árna Friðriks­syni.

Síðast­nefnda skipið fór til leit­ar á mánu­dag og hef­ur verið fyr­ir norðaust­an land.

Leiðang­ur skip­anna þriggja hefst fyr­ir suðaust­an land í grennd við Horna­fjörð og verður siglt á móti göngu loðnunn­ar norður með Aust­fjörðum og síðan vest­ur með Norður­landi. Von­ast er til að á þenn­an hátt tak­ist að ná utan um stærð veiðistofns loðnu. Enn vant­ar nokkuð upp á mæl­ingu til að upp­hafskvóti verði gef­inn út.

Mbl.is greindi frá