Í dag föstudag, kl. 12.00 fer fram bæjarstjórnarfund unga fólksins. Fundurinn, sem er öllum opinn og verður haldinn í bíósal Kviku er í samstarfi við Grunnskóla Vestmannaeyja. Eru það nemendur elstu bekkja skólans sem hafa veg og vanda af fundinum.

Eftir fundinn verður boðið upp á pizzur. Hann stendur frá 12.00 til 13.30. Fundurinn er öllum opinn og ástæða til að hvetja alla, unga sem eldri, til að mæta.

Hér að ofan er hægt að fylgjast með beinni útsendingu frá fundinum.