Í dag kl. 14.30 hefst í aðalsal Kviku málþing undir yfirskriftinni: Nútíð, fortíð og framtíð Vestmannaeyja, tækifæri og ógnanir.

Málþingið hefst kl. 14.30 og stendur til 16.30. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri setur málþingið. Húsið opnar kl. 14.00 og munu rúlla 200 ljósmyndir úr sögu Vestmannaeyja á tjaldi, hinar sömu og voru sýndar á hátíðarbæjarstjórnarfundinum á fimmtudaginn sl.

Frummælendur eru dr. Ágúst Einarsson, prófessor og fyrrverandi rektor Haskólans á Bifröst sem talar um samspil atvinnulífs og menningar. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar talar um tækifærin sem liggja í ferðaþjónustunni. Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, frumkvöðull og stofnandi Protis ehf. á Sauðárkróki ræðir mikilvægi vísinda og nýsköpunar í sjávarútvegi. Ásgeir Jónsson, adjunkt við Háskólann í Reykjavík og umsjónarmaður Haftengdrar nýsköpunar segir frá nýsköpun og menntun í Bláa hagkerfinu.

Tryggvi Hjaltason, senior Strategist hjá CCP og formaður Hugverkaráðs spyr: Hvernig átt þú að tryggja að Vestmananeyjar sigri framtíðina?

Málþingsstjóri er Sara Sjöfn Grettisdóttir, ritstjóri Eyjafrétta.

Þingið er öllum opið og verður áhugavert að heyra mat fyrirlesara á stöðu Vestmannaeyja í dag og hvaða möguleika þau sjái framundan.

Kaffi og konfekt í lok málþings.

Fylgjast má með í beinni útsendingu í spilaranum hér að ofan.