Fyr­ir helgi var til­kynnt að Björg­un verði komið með skip á svæðið 23. eða 24. fe­brú­ar, til þess að hefja dýpkun í Landeyjarhöfn leið og tæki­færi gefst. Spáin næstu daga hentar ekki í það samkvæmt G. Pét­ur Matth­ías­son, upp­lýs­inga­full­trúa Vega­gerðar­inn­ar.

„Það þýðir ekk­ert að skoða þetta fyrr en næstu helgi alla vega,“ seg­ir G. Pét­ur Matth­ías­son, upp­lýs­inga­full­trúi Vega­gerðar­inn­ar í Morg­un­blaðinu í dag og sagði jafnframt að þeir fylgist vel með aðstsæðum.