Vildi vita af hverju staðan var ekki auglýst

Karl Gauti Hjaltason alþingismaður var með óundirbúna fyrirspurn sem hann beindi til dómsmálaráðherra í gær um stöðu sýslumannsins í Vestmannaeyjum og af hverju sú staða hafi ekki verið auglýst. „Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þess að allir íbúar landsins hafi sem jafnastan aðgang að stofnunum hins opinbera og á ríkinu hvílir skylda til þess […]
Landakirkja minnir á kraftmikið barna- og æskulýðsstarf

Alla miðvikudaga út apríl býður Landakirkja upp á öflugt og kraftmikið barnastarf með krakkaklúbbunum 1T2 (1. og 2. bekkur), 3T4 (3. og 4. bekkur) og TTT (5.-7. bekkur). Fundirnir hefjast á að allir fara upp í kirkju þar sem er sungið og saga sögð og að því loknu er farið í safnaðarheimilið þar sem ýmiskonar […]
Skál hlýtur Bib Gourmand-viðurkenningu frá Michelin

Veitingastaðurinn Skál í Hlemmi mathöll fékk hina virtu Bib Gourmand-viðurkenningu frá Michelin nú í gær. Bib Gourmand-viðurkenningin er veitt veitingastöðum sem bjóða upp á hágæðamat á sanngjörnu verði. Í umsögn Michelin segir að Skál sé skemmtilegur lítill staður í fyrstu mathöll Íslendinga þar sem er hægt að deila nútímalegum útgáfum af hefðbundnum íslenskum réttum. Það […]
Í kvöld ræðst hver fer í undanúrslit

Í dag klukkan 18.30 fer fram leikur ÍBV og ÍR í 8 liða úrslitum bikarsins. Það ræðst í þessum leik hvort liðið fer í höllina í undanúrslitin. Það hefur sýnt sig að leikmönnum og stuðningsmönnu ÍBV líður mjög vel þegar komið er í höllina og hefur það alltaf verið hin mesta skemmtun. Þess vegna hvetjum við […]
Eyverjar skora á bæjarráð

Eyverjar, félag ungra Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum skora á bæjarráð Vestmannaeyja að taka afstöðu með því að lækka kosningaaldur í 16 ár. Á aðalfundi Eyverja sem haldinn var í gær var eftirfarandi ályktun samþykkt, Eyverjar, félag ungra Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, skora á bæjarráð Vestmannaeyja að taka afstöðu með því að lækka kosningaaldur í 16 ár. Með því […]
Málþingið á myndböndum

Á sunnudaginn sl. var málþing undir yfirskriftinni „Nútíð, fortíð og framtíð Vestmannaeyja, tækifæri og ógnanir”. Var þetta liður í afmælisdagskrá Vestmannaeyjabæjar. Tæplega hundrað manns mættu á málþingið sem haldið var í Kviku. Frummælendur á málþinginu voru: Dr. Ágúst Einarsson, prófessor og fyrrverandi rektor Haskólans á Bifröst sem talar um samspil atvinnulífs og menningar. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður […]